Sýning á verkum Lillu

Sigurveig er fædd og uppalin í Neskaupstað en hefur verið búsett í Keflavík síðan 1971. Hún stundaði nám hjá Eiríki Schmitt í einn vetur og sömuleiðis hjá Margréti Jónsdóttir en hefur málað frá því á unglingsárum. Myndir Sigurveigar eru olíu-, vatnslita- og akrílverk, aðallega af landslagi og blómum. Aðgangseyrir á sýninguna er enginn og allir eru hjartanlega velkomnir.