Föstudagur 23. júlí 2004 kl. 15:46
Týndur köttur

Hver á þennan kött? Spurningin brennur á vörum lögreglumanna í Keflavík. Kötturinn er ómerktur með ljósbláa ól og bjöllu. Eigandi kattarins er vinsamlegast beðinn um að vitja hans á lögreglustöðinni í Keflavík.
VF-mynd; kisi unir sér vel á lögreglustöðinni enda í góðu yfirlæti.