Mannlíf

Útför Hilmars Péturssonar gerð frá Keflavíkurkirkju
Frá útför Hilmars Péturssonar frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 15. maí síðastliðinn. VF/Hilmar Bragi
Fimmtudagur 18. maí 2023 kl. 06:15

Útför Hilmars Péturssonar gerð frá Keflavíkurkirkju

Útför Hilmars Péturssonar, fasteignasala og bæjarfulltrúa í Keflavík, var gerð frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 15. maí. Hilmar lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu á Nesvöllum í Reykjanesbæ 2. maí síðastliðinn, 96 ára gamall. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson jarðsöng. Organisti var Gunnar Gunnarsson. Karlaraddir Fríkirkjunnar sungu og Hlöðver Sigurðsson söng einsöng. Umsjón útfarar var í höndum Útfararstofu Suðurnesja. Félagar úr Oddfellowstúkunni Nirði stóðu heiðursvörð og báru kistu Hilmars en hann var stofnfélagi og síðar yfirmeistari í Oddfellowstúkunni Nirði.