Mannlíf

VefTV: VF Spekingurinn - keppni 1
Fimmtudagur 17. febrúar 2011 kl. 15:03

VefTV: VF Spekingurinn - keppni 1

Spurningakeppni Víkurfrétta er nýr liður sem hefur nú göngu sína þar sem átta keppendur kljást. Keppnin er með útsláttarfyrirkomulagi og fer þannig fram að tveir aðilar keppa í hverri viku og svara tólf spurningum milli himins og jarðar en tólfta spurningin verður svokölluð Víkurfréttaspurning.

Sá sem fellur úr keppni fer ekki tómhentur heim því veitingastaðurinn Thai Keflavík býður honum í mat. Sigurvegarinn hlýtur í þessari fyrstu spurningakeppni VF gistingu og kvöldverð á Hótel Arnarhvoli en þar er skemmtilegur veitingastaður á efstu hæð sem heitir Panorama restaurant.

Fyrstu keppendur eru Davíð Már Gunnarsson og Ingimundur Guðjónsson. Davíð Már, oft betur þekktur sem Dabbi bítill, er 22 ára háskólanemi úr Reykjanesbæ og hefur einnig verið hluti af þríeykinu Offside en þeir hafa glatt fólk í nokkur ár með ljúfum tónum.

Ingimundur er 21 árs háskólanemi og sonur fótboltakappans Guðjóns Guðmundssonar en hann átti sín bestu ár í boltanum með Víði Garði. Ingimundur erfði hæfileikana að hans sögn en hætti í boltanum til að leyfa litla bróður að skína.

[email protected]