Fimmtudagur 6. janúar 2000 kl. 13:53
VETRARGARÐUR VIÐ SKÓLAVEG

Það er sannkallaður ævintýraheimur í bakgarðinum við Skóvinnustofuna við Skólaveginn. Þrestir hafa gert sig þar heima-komna og njóta góðra veitinga hjá þeim Jóni og Gunnu. Meðfylgjandi ljósmynd tók ljósmyndari Víkurfrétta, Hilmar Bragi Bárðarson, á nýársdag þar sem smáfuglarnir gæddu sér á brauði og korni af fati í umhverfi sem minnir helst á jólaævintýri.ljósm. HBB