Miðvikudagur 21. maí 2003 kl. 10:40
Vitinn og jökullinn

Veðrið í gærkvöldi var einstakt, stillt og alls ekki kalt. Hvert sem litið var mátti sjá fólk á göngu, í golfi, fótbolta og við fuglaskoðun. Þó Snæfellsjökull sé töluvert eldri en gamli Garðskagaviti voru þeir báðir tignarlegir í góða veðrinu í gærkvöldi.