Mannlíf

Miðvikudagur 10. maí 2000 kl. 16:13

Vortónleikar Víkinganna

Söngsveitin Víkingar heldur vortónleika fimmtudaginn 18. maí kl. 20.00 Í Safnaðarheimilinu í Sandgerði og í Keflavíkurkirkju laugardaginn 20. maí kl. 18.00 Söngsveitin, sem er á sjöunda starfsári, er einkum skipuð vöskum sveinum úr Garði og Sandgerði en hefur einnig fengið liðauka af Stór-Njarðvíkursvæðinu. Stjórnandi er hinn valinkunni Einar Örn Einarsson. Efnisskráin er fjölbreytt og samanstendur af íslenskum og erlendum lögum til dægurlaga dagsins í dag. Einnig verða frumflutt lög eftir tvo kórfélaga, þá Vigni Bergmann og Hólmberg Magnússon. Mörg lögin eru útsett sérstaklega fyrir Víkingana af söngstjóra kórsins.