Yndisleg uppákoma í hálfleik
Þegar komið var að hálfleik í leik Keflavíkur og Vals í Bestu deild kvenna í gær þurfti landsliðskonan fyrrverandi, Fanndís Friðriksdóttir, að bregða sér inn á skrifstofu HS Orkuvallar og gefa Nökkva litla, þriggja mánaða syni sínum, brjóst.



Eins og myndirnar sem Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, sýna var Nökkvi sæll og sáttur við mömmu sína sem sinnti sínu hlutverki af alúð. Fanndís kom inn á í seinni hálfleik en hún náði ekki að sýna sínar bestu hliðar og misnotaði m.a. víti seint í leiknum.
Nánar má lesa um leik Keflavíkur og Vals hér.