Pistlar

Gæslan að störfum
Jón Steinar Sæmundsson
Jón Steinar Sæmundsson skrifar
sunnudaginn 30. janúar 2022 kl. 08:20

Gæslan að störfum

Það er í mörg horn að líta hjá Landhelgisgæslunni utan þess að halda uppi öflugri öryggis- og löggæslu, sinna eftirliti og björgun.

Hér er áhöfnin á varðskipinu Þór t.d. að leggja út öldumælidufl utan við Grindavík eftir að það hafði verið tekið í land til viðgerðar.

Varðskipið Þór er flaggskip Landhelgisgæslunnar. Það var smíðað í ASMAR skipasmíðastöðinni í Talcahuano í Chile og kom það til sinnar heimahafnar í október 2011.