Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 3. september 2020 kl. 20:20

Bjór úr Garðinum, ofurfæða úr fjörunni og árgangurinn sem eldist ekki

- í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta

Fyrsta brugghúsið á Suðurnesjum hefur tekið til starfa. Það er staðsett í Garðinum og heitir Litla brugghúsið. Við kynnum okkur starfsemina og bjórana í þættinum.

Ofurfæða úr fjörunni er viðfangsefni nýrrar bókar um íslenskt matþang. Þær Silja Dögg og Eydís Mary eru að gefa út bókina og við „hittum þær í fjöru“ og smökkuðum á þangi.

Árgangur 1970 er fimmtugur á þessu ári. Árgangurinn hefði látið ljós sitt skína á Ljósanótt í ár en af því verður ekki. Þess vegna fá þau að láta ljós sitt skína í Suðurnesjamagasíni vikunnar.

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is öll fimmtudagskvöld kl. 20:30.