Dorrit prjónar 58 kílómetra trefil!
Dorrit Moussaieff forsetafrú hófst í dag við að prjóna heimsins lengsta trefil en til að komast í Heimsmetabókina þarf trefillinn að verða 58 kílómetra langur. Áætlað er að verkið taki eitt ár og því verði lokið þegar menningarvika Grindavíkur verður sett í mars á næsta ári.
Meðfylgjandi myndband var tekið þegar Dorrit tók fyrstu handtökin við treflagerðina en Grindvíkingar ætla að sameinast um að gera heimsins lengsta trefil og verður komið fyrir „treflaefni“ og prjónum á opinberum stöðum í Grindavík.