Föstudagur 16. september 2011 kl. 14:46

Hvað var dómarinn að dæma?

Stuðningsmenn Keflavíkur eru ennþá að átta sig á því hvers vegna Gunnar Jarl Jónsson, dómari í leiknum gegn Breiðabliki í gærkvöldi, dæmdi ekki vítaspyrnu þegar markvörður Blika braut á Jóhanni B. Guðmundssyni. Í stað þess að dæma víti fékk Jóhann gult spjald. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði er erfitt að átta sig á dómi Gunnars.
„Auðvitað hefði maður viljað sjá þrjú stig og okkur fannst súrt að fá ekki víti þegar Jóhannn Birnir var felldur en jafntefli var heldur ekki svo slæmt. Það er hugur í hópnum og við náðum að leika oft á tíðum vel á milli okkar. Við erum brattir og bjarsýnir í baráttunni og mætum tilbúnir í næsta leik gegn Fram,“ sagði Guðjón Árni Antóníusson, fyrirliði Keflavíkur, eftir leikinn í samtali við Sjónvarp Víkurfrétta.