Mánudagur 22. nóvember 2010 kl. 21:37

VEFTV: Keflavíkursigur í grannaslag

Keflvíkingar unnu Njarðvíkinga með 78 stigum gegn 72 í Iceland Express-deildinni í körfuknattleik í Toyotahöllinni í Keflavík í kvöld.


Lazar Trifunovic skoraði 27 stig fyrir Keflavík og tók 15 fráköst, og Vernon Maxwell skoraði 16 stig. Chris Smith skoraði 15 stig fyrir Njarðvík og Guðmundur Jónsson 14.

Keflavík var yfir í hálfleik, 37:34, en liðin skiptust á um forystuna í fjórða leikhlutanum þar til Keflavík breytti stöðunni úr 64:67 í 73:69 skömmu fyrir leikslok.

Meðfylgjandi er myndbrot úr fyrri hálfleik. Nánari umfjöllun um leikinn hér á vf.is á eftir.