Sterkasta taekwondomót sem haldið hefur verið á Suðurnesjunum
Norðurlandamótið í taekwondo verður haldið næstu helgi í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Það eru rúmlega 20 Suðurnesjamenn að keppa á mótinu, frá Sandgerði, Reykjanesbæ, Garði og Grindavík. Auk þeirra eru aðrir keppendur úr landsliði Íslands og um 100 erlendir keppendur. Þetta er því tvímælalaust sterkasta taekwondomót sem haldið hefur verið á Suðurnesjum. Mótið byrjar kl. 9:00 á laugardagsmorgun og er aðgangur opinn gestum. Suðurnesjamenn eru hvattir til að mæta og hvetja Íslendingana áfram.
Kvikmyndagerðamaðurinn Tryggvi Rúnarsson kíkti á æfingu hjá Keflvíkingum á dögunum og tók upp áhugaverð myndbönd hér að neðan þar sem iðkendur eru sýndir í „slow motion,“ en einnig má sjá ítarlegt viðtal við Helga Rafn Guðmundsson þjálfara hjá Keflavík.