Miðvikudagur 12. janúar 2000 kl. 11:40
407 NÝJAR TOYOTUR

Toyota-salurinn í Njarðvík afhenti 407 nýja Toyotabíla á síðasta ári. Þetta er sölumet hjá fyrirtækinu, sem samkvæmt þessu seldi rúmlega bíl á daga alla daga ársins 1999.Fyrsti bíll ársins 2000 var síðan afhentur á fyrsta virka degi ársins. Það var Magnús Ingi Rafnsson sem fékk afhenta nýja Toyota Celica árgerð 2000 með einkanúmerinu MIR.