Palóma
Palóma

Viðskipti

Dunkin Donuts og Ginger í Reykjanesbæ
Föstudagur 29. apríl 2016 kl. 07:06

Dunkin Donuts og Ginger í Reykjanesbæ

Nú er unnið að undirbúningi á opnun á fjórða Dunkin Donuts staðanum á Íslandi og verður hann á Fitjum í Reykjanesbæ. Áætlað er að staðurinn verði opnaður í júní. „Við erum mjög spennt fyrir því að koma með Dunkin Donuts til Reykjanesbæjar. Við munum bjóða upp á allt það vöruúrval sem Dunkin Donuts hefur, yfir fjörutíu tegundir af kleinuhringjum, beyglur, vefjur, kaffidrykki og fleira,“ segir Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri matvörusviðs 10-11.

Það eru ekki aðeins kleinuhringir sem bætast í flóruna á Fitjum í sumar því þar stendur einnig til að opna Ginger, skyndibitastað sem býður upp á hollustu. Að sögn Sigurðar verða veitingarnar búnar til úr fersku hráefni á staðnum. „Eftir breytingarnar á Fitjum verðum við komin með 10-11 verslun þar sem hægt verður að kaupa allt það helsta fyrir heimilið. Það verður einnig góð sætisaðstaða þar sem viðskiptavinir okkar geta sest niður og slakað á, boðið verður upp á frítt WiFi og við verðum einnig með innstungur til að hlaða síma og tölvur.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri matvörusviðs 10-11.