Ný verslun opnar í Grindavík

Benedikt Kristbjörnsson hefur um nokkurt skeið starfrækt Tölvuspítalann í heimahúsi sínu og selt tölvur og tengdan búnað og rekið þar tölvuverkstæði. Benedikt notaði tækifærið núna þegar losnaði pláss í Bárunni og opnaði þar verslun með tölvur og heimilistæki.
„Við verðum með sama verð og er í Reykjavík svo að enginn þarf að fara í bæinn eftir tölvunni eða jólagjöfum. Einnig bjóðum við upp ýmis raftæki fyrir heimilið og tölvuleiki á besta verði,” sagði Benni í Tölvuspítalanum þegar Víkurfréttir litu í heimsókn. Er nú enn minni ástæða fyrir fólk að fara til Reykjavíkur að versla þegar vöruúrvalið eykst í heimabyggðinni.