Viðskipti

Olís fær 4000 fermetra lóð við Aðalgötu
Miðvikudagur 30. nóvember 2016 kl. 06:00

Olís fær 4000 fermetra lóð við Aðalgötu

Alex Guesthouse ehf. óskar eftir að lóð félagsins við Aðalgötu í Keflavík verði minnkuð um 4000m2  og gerðir verði nýir leigusamningar fyrir Aðalgötu 60 og 62. Óskað er eftir að Olíuverslun Íslands fái þessa 4000m2.

Fulltrúar Alex mættu á fund umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar á dögunum og kynntu hugmyndir um framtíðar uppbyggingu Aðalgötu 60

Samþykkt var á fundi ráðsins að úthluta Olíuverslun Íslands, Aðalgötu 62 og minnka Aðalgötu 60 sem því nemur. Einnig voru staðfestir byggingareitir að framangreindum lóðum.