Föstudagur 24. janúar 2003 kl. 11:00
Yfirgnæfandi líkur á að Bónusverslun opni í Reykjanesbæ

Starfsmönnum Hagkaups í Njarðvík var í gær tilkynnt að ákvörðun um að verslun Hagkaups muni loka standi, en ekki verður gefið upp á þessari stundu hvenær verslunin muni formlega loka. Árni Pétur Jónsson framkvæmdastjóri Baugs-Ísland sagði í samtali við Víkurfréttir að vilji væri hjá Bónus að opna verslun í Reykjanesbæ: „Þeir eru að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni varðandi húsnæðismál og annað. Það eru yfirgnæfandi líkur á því að Bónusverslun opni á svæðinu.“