Stóru málin
Yfirlýsing frá Pírötum
Í ljósi þess sem fram kom í sjónvarpsþættinum „stóru málin“ á stöð 2 í gærkveldi vill stjórn Pírata í Reykjanesbæ í samráði við frambjóðendur flokksins koma því á framfæri til kjósenda, að svar oddvita Pírata í Reykjanesbæ við spurningu Lóu Pindar um hvort Píratar í RNB geti starfað með Sjálfstæðisflokknum í meirihluta hafi ekki verið fullt svar oddvitans. Eftir að oddviti Pírata er búinn að svara snýr Lóa sér að næsta manni og tekur þar af leiðandi orðið af Trausta og gefur honum ekki tækifæri á því að ljúka því sem hann ætlaði að segja. Viljum við því ljúka því svari og koma okkar málum á framfæri og hreint til kjósenda. Komi til þess að Píratar í Reykjanesbæ nái nægilegum fjölda kjörna fulltrúa inn í komandi kosningum og sjái sér það fært að ná fram sínum markmiðum sem eru gerð eftir grunngildum flokksins ætla þeir sér ekki að útiloka á neinar viðræður við aðra flokka. Hins vegar hefur engin ákvörðun verið tekin hvað samstarf við aðra flokka og ekki hægt að taka svo stór skref þar sem ekki er enn byrjað að telja upp úr kössum. Við skulum því ekki stökkva upp á nef okkur og gera úlfalda úr mýflugu. Píratar í Reykjanesbæ eru allir venjulegt fólk, þar sem allir eru nýir á lista og að taka sín fyrstu skref í stjórnmálum. Við að sjálfsögðu gerum okkar besta, en eins og raun ber vitni að þá erum við nú bara mannleg og gerum ef til vill mistök líkt og allir aðrir. Grunngildi Pírata hafa alltaf og munu ávallt vera í hávegum höfð.
Hvað varðar frétt Víkurfrétta um afsögn frambjóðanda úr 4. sæti þá viljum við benda á að það hafi verið ósætti á milli oddvita og hans, en ekki að flokkurinn og eða oddviti hafi tekið þá stefnu í einhverjum einræðisherraleik, að fara í samstarf við aðra flokka líkt og komið var að hér fyrr í skrifum. Í Pírötum fara fram lýðræðislegar kosningar og eru úrslit þeirra ekki alltaf eins og sumir vilja. Haldinn var fundur í gærkvöldi eftir viðtal við oddvita flokksins og sammældust þeir frambjóðendur sem komust á hann um að stuðningur við oddvita væri 100% og mun flokkurinn halda áfram að starfa af fullum krafti með öll gildi Pírata að leiðarljósi.
Fyrir hönd Pírata í Reykjanesbæ,
Einar Bragi Einarsson, Kapteinn Pírata RNB