Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Vonandi fjölgar 
leigubílstjórum
Laugardagur 9. apríl 2022 kl. 06:44

Vonandi fjölgar 
leigubílstjórum

Það er líklega alveg óhætt að segja að þeir sem hafa nýtt sér þjónustu leigubifreiða hér á Suðunesjum undanfarin ár hafi orðið varir við að þjónustu hefur hrakað allt frá því að svæði voru sameinuð þ.e. Höfuðborgarsvæðið og Suðurnesin. Ástandið hefur þó versnað til muna eftir að Covid skall á. 

Í febrúar 2020 voru um fimmtíu leigubifreiðar skráðar á A-Stöðina í Reykjanesbæ eða á þeim tíma þegar veiran var að koma af krafti hingað til lands. Næstu mánuði lækkaði tala starfandi bílstjóra á stöðinni jafnt og þétt og var fjöldi þeirra kominn niður fyrir fjörutíu á vordögum sama árs. Þrátt fyrir að veiran sé nú á undanhaldi hefur ekki tekist að fá þessa bílstjóra aftur á stöðina og er hann enn undir fjörutíu. Meginástæða þess að ekki hefur tekist að auka við fjöldann er sú að margir bílstjórar sem drógu sig í hlé þegar veiran var taka sér hér bólfestu hafa fundið sér annan starfsvettvang. Starfsöryggi þessarar starfsgreinar varð nánast orðið að engu þegar stórum hluta þess sem starfið byggist á var farið vegna harðra, en nauðsynlegra takmarkana. Þessir bílstjórar una því hag sínum vel og kannski skiljanlega vilja þeir ekki snúa aftur til fyrra starfs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvað er þá til ráða?

Miðað við þann fjölda sem hringir nú inn og svo aukningu á ferðamönnum með vorinu verður ekki betur séð en að til þess að A-Stöðin geti sinnt viðskiptavinum sínum verði að fjölga bílstjórum og er ekki óvarlegt að áætla að fjöldinn þyrfti að vera á milli fimmtíu og sextíu, sennilega nær sextíu og hvernig á að ná þeim fjölda? Þrátt fyrir að ekki hafi tekist að fylla upp í þann fjölda leyfa sem voru til úthlutunar þann 15. nóvember 2021, eða þrjátíu og níu af þeim fimmtíu sem voru í boði, þá erum við bjartsýn á að fleiri sæki um nú í maí nk. þar sem allt annað ástand er í þjóðfélaginu núna. En til þess að fjölgun skili sér hér á Suðurnesjum þarf að úthluta mun fleiri leyfum og er það okkar tillaga að hækka hámarksfjölda á þessu svæði úr 580 í 680 eða um eitthundrað leyfi og það sem fyrst. Miðað við fyrri reynslu kæmi að öllum líkindum nægur fjölda leyfa til Suðunesja til þess að við náum okkar markmiðum. 

En ekki er nóg að fjölga leyfum ef engir bílstjórar eru til að nýta þau og viljum við á A-Stöðinni hvetja þau sem hafa leyfi eða hyggjast sækja sér slík leyfi að hafa samband við okkur með samstarf í huga. Þau sem eru með réttindi til afleysinga eru einnig hvött til að hafa samband, það er alltaf vöntun á fólki með þessi réttindi. Að lokum erum við einnig að leita að fólki sem tilbúið er að vinna við símavörslu. 

Það eru ekki þeir sem eru að vinna við leigubílastöðina sem eru orsök á lélegu framboði á leigubílum. Það sem þarf er meira framboð til að tryggja að hægt sé að sinna öllum þörfum okkar viðskiptavina og það er án nokkurs vafa vilji okkar og vonandi fjölgar bílstjórum okkar svo þjónustan verði til fyrirmyndar.

Framkvæmdastjóri og stjórn A-Stöðvarinnar skrifa.