Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

„Ég held að við komum ekki á morgun í skólann“
Mánudagur 14. september 2020 kl. 17:52

„Ég held að við komum ekki á morgun í skólann“

„Ég fylgdi Rewidu og Abdalla út strætó í dag. Þau voru á leið í Covid-test. Ég kvaddi þau með þeim orðum að við myndum sjást aftur á morgun hér í skólanum. Rewida horfði á mig sorgmæddum augum og sagði „Ég held að við komum ekki á morgun í skólann. Mig langar svo mikið til að vera áfram á Íslandi“ - á henni mátti sjá að hún var búin að glata voninni. Ég fylltist reiði vegna þeirrar grimmdar og mannvonsku sem mérr finnst felast í þessum aðgerðum yfirvalda. Aðgerðum sem svo sannarlega brjóta á grundvallarmannréttindum þessara barna.“

Þetta skrifar Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri Háaleitisskóla í Reykjanesbæ, nú áðan á Facebook þar sem hann vekur athygli á málefnum sex manna egypskar fjölskyldu sem vísa á úr landi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fjölskyldan kom til landsins í ágúst 2018 og sótti þá um alþjóðlega vernd. Börn úr fjölskyldunni eru nemendur í Háaleitisskóla. Vísa á fjölskyldunni úr landi á miðvikudaginn en Útlendingastofnun synjaði þeim um vernd í lok júlí í fyrra á grundvelli þess að þau ættu ekki á hættu ofsóknir eða illa meðferð í heimalandinu. Málsmeðferð stofnunarinnar tók rúma 15 mánuði en fjölskyldan hefur dvalið á Íslandi í rúm tvö ár.