Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

„Í svona veðri er ekkert vit í að vera á ferðinni“
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 9. desember 2019 kl. 20:18

„Í svona veðri er ekkert vit í að vera á ferðinni“

- segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur

Björgunarsveitir á Suðurnesjum verða í viðbragðsstöðu á morgun vegna veðurofsans sem er væntanlegur. Þá hefur ríkislögreglustjóri lýst yfir óvissustigi vegna veðursins.

Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Víkurfréttir nú í kvöld að samkvæmt nýjustu spám verður bálhvasst og kannski stöku él á Suðurnesjum frá kl. 15 á morgun og fram á miðvikudagsmorgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Verst verður veðrið annað kvöld, og þá gæti meðalvindhraði farið í 25 -28 m/s víða á svæðinu. Í svona veðri er ekkert vit í að vera á ferðinni, svo það er best að koma sér heim snemma á morgun áður en veðurhamurinn skellur á,“ segir Elín Björk í samtali við Víkurfréttir.