Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

„Við viljum halda í okkar lykilfólk“
Mánudagur 11. maí 2020 kl. 09:23

„Við viljum halda í okkar lykilfólk“

Samkaup veita 150 milljónum króna til starfsmanna en nýta sér ekki hlutabótaleiðina

Samkaup hleypa seinni hluta 150 milljóna króna aðgerðapakka til starfsmanna sinna af stað í lok mánaðarins. Fyrirtækið hefur ekki nýtt sér hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar, jafnvel þótt það hafi þurft að loka einni verslun og 70% samdráttur hafi orðið í einhverjum verslunum.

„Við höfum þurft að loka einni verslun og það hefur verið allt að 70% samdráttur í einhverjum verslana okkar þar sem erlendir ferðamenn voru stór hluti viðskiptavina. Þrátt fyrir það höfum við ekki nýtt okkur hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar heldur fært fólk til í starfi eins og mögulegt er,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. „Starfsfólkið okkar er mikilvægasti hluti fyrirtækisins og það hefur verið mikið álag á því síðustu misseri, sérstaklega þeim sem hafa verið í framlínunni. Við viljum því þakka starfsfólkinu fyrir vel unnin störf með aðgerðarpakkanum.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á samþykkti stjórn Samkaupa að veita um 150 milljónum króna í aðgerðarpakka til starfsfólks fyrirtækisins. Yfirskrift aðgerðarpakkans er Takk fyrir að standa vaktina! og nær til allra starfsmanna Samkaupa sem eru um 1.400 talsins.

Allir starfsmenn fengu auka orlofsdag á launum, verulega aukinn afslátt af matvöru í verslunum fyrirtækisins, mánaðar sjónvarpsáskrift, páskaegg og andlega upplyftingu hjá Heilsuvernd.

Samkaup reka 61 verslun um land allt, meðal annars Nettó, Kjörbúðina, Krambúðina, Iceland og Samkaup Strax auk miðlægar miðstöðvar fyrir netverslun fyrirtækisins. Um 1.400 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu í um 670 stöðugildum.

Seinna hluti aðgerðapakkans kemur til framkvæmda í lok mánaðarins. Starfsmenn verða þá hvattir til að ferðast innanlands í sumar og fá meðal annars gjafabréf fyrir hótelgistingu, bílaleigubíl, á veitingastaði, leikrit eða annarri afþreyingu.

„Við viljum halda í okkar lykilfólk eins og kostur er því þegar hjólin fara að snúast á ný viljum við áfram sjá okkar frábæra starfsfólk standa vaktina með okkur,“ segir Gunnar Egill.