Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

18 herþotur væntanlegar
Fimmtudagur 16. janúar 2014 kl. 07:16

18 herþotur væntanlegar

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst á ný mánudaginn 27. janúar nk. með komu flugsveitar norska flughersins til landsins. Samhliða loftrýmisgæslunni munu flugsveitir frá Finnlandi og Svíþjóð verða á landinu við æfingar með Norðmönnum og Íslendingum. Það verkefni hefur vinnuheitið „Iceland Air Meet 2014“ (IAM2014) og hefst það föstudaginn 31. janúar með komu sænskra og finnskra flugsveita.   

Gert er ráð fyrir að samtals verði um að ræða 300 liðsmenn frá þjóðunum og um 20 flugvélar á landinu vegna æfingarinnar.  Finnar munu einnig leggja til tvær björgunarþyrlur sem geta verið til aðstoðar Landhelgisgæslunni í leitar og björgunarverkefnum þann tíma sem þær eru hér á landi auk þess sem þær munu sinna viðbragðstöðu vegna flugs og æfinga herflugvélanna.

Til viðbótar framangreindu taka þátt í verkefninu eldsneytisbirgðaflugvélar frá bandaríska og hollenska flughernum ásamt ratsjárflugvél Atlantshafsbandalagsins.

Nánar er um að ræða:

Noregur verður með 6 F16 orrustuþotur og um 110 liðsmenn.

Finnland verður með 5 F18 orrustuþotur, 2 NH-90 björgunarþyrlur og 60 liðsmenn.

Svíþjóð verður með 7 JAS-39 orrustuþotur, C-130 eldsneytisflugvél og 110 liðsmenn.

Holland verður með 1 KC10 eldsneytisbirgðaflugvél.

Bandaríkin verður með 1 KC135 eldsneytisbirgðaflugvél.

NATO verður með 1 ratsjárflugvél sem verður staðsett í Noregi.

Verkefnið verður með sama fyrirkomulagi og áður og í samræmi við samninga sem í gildi eru, því lýkur þann 21. febrúar.

Koma Svía og Finna til Íslands á sér bakgrunn í skýrslu Thorvalds Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra og varnarmálaráðherra Noregs, um norrænt samstarf í utanríkis- og varnarmálum sem hann afhenti utanríkisráðherrum Norðurlandanna árið 2009.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024