Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áhyggjur vegna aukins heimilisofbeldis í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 29. október 2020 kl. 11:21

Áhyggjur vegna aukins heimilisofbeldis í Reykjanesbæ

Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar lýsir yfir áhyggjum vegna aukins heimilisofbeldis í Reykjanesbæ. Þetta kemur fram í fundargerð síðasta fundar ráðsins. Reykjanesbær er aðili að verkefninu Barnvænt samfélag og því verður aukin áhersla lögð á málaflokkinn á næstu misserum.

Mikilvægt er að umbótavinna og aukinn stuðningur við málaflokkinn verði til þess að hægt sé að bregðast við auknu álagi. Lýðheilsuráð hefur falið lýðheilsufulltrúa sveitarfélagsins að taka saman efni um 1. og 2. stigs forvarnir sem nýta má til þess að bregðast við með fyrirbyggjandi aðgerðum. Má þar m.a. nefna netspjall 112, hjálparsíma Rauða krossins 1717, efni frá Barnaverndastofu og lögreglu. Einnig að koma með tillögu um miðlun þess efnis til íbúa auk efnis sem þegar er til staðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024