Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Bæjaryfirvöld vilja rífa þakið af
    Úr einu af útköllum Björgunarsveitarinnar Ægis á staðinn. VF-mynd: Hilmar Bragi
  • Bæjaryfirvöld vilja rífa þakið af
    Þessa mynd af þakinu tók Ásmundur Friðriksson þingmaður í Garði og birti með umfjöllun um ástandið á húsinu á fésbókarsíðu sinni á dögunum.
Föstudagur 9. janúar 2015 kl. 10:25

Bæjaryfirvöld vilja rífa þakið af

Húseigandi í Garði fékk um áramót fjögurra vikna frest til að lagfæra þak á húseign sinni. Vísir greinir frá. Húsið hefur verið í fréttum undanfarin ár en þak þess er í slæmu ástandi. Þakplötur eru lausar en björgunarsveitin og starfsmenn áhaldahússins í Garði hafa brugðið neti yfir þakið til að hefta fok.

Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, segir ástandið stórhættulegt í samtali við Vísi nú í morgun. Þar segir að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, meðal annars á síðustu dögum, hefur ekki náðst í eiganda hússins sem býr í því þótt það hafi í raun verið opið fyrir vatni og vindum í um þrjú ár eftir fokskemmdir á þakinu.

Vonast er til að eigandi hússins leyfi bænum að rífa þakið af áður en fjögurra vikna fresturinn er úti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024