Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Barnafjölskyldur í vandræðum í Grindavík
Miðvikudagur 17. febrúar 2016 kl. 09:45

Barnafjölskyldur í vandræðum í Grindavík

Bið eftir plássi á leikskóla og í daggæslu

Foreldrar ungra barna í Grindavík skrifuðu á dögunum bréf til allra bæjarfulltrúa þar sem bent er á vanda sem foreldrar standa frammi fyrir. Biðlistar hafa myndast hjá leikskólum og dagmæðrum í bæjarfélaginu og fyrir vikið eiga foreldrar erfiðara með að komast aftur á vinnumarkaðinn að fæðingarorlofi loknu. Börn komast ekki í daggæslu fyrr en um 15 mánaða aldur. Þegar fæðingarorlofið er aðeins níu mánuðir skilur það eftir sig gat í innkomu fjölskyldna. Alls er um að ræða 44 einstaklingar sem setja nafn sitt á umrætt bréf. Frá þessu er greint á vefsíðunni Grindavík.net.

Eru dæmi um að ein móðir hafi þurft að segja upp vinnu sinni, eða að foreldarar séu launalausir í þessa í sex mánuði sem um munar. Bréfið sent var á alla bæjarfulltrúa í bæjarstjórn, en það má sjá hér að neðan:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

,,Sæl kæru bæjarfulltrúar

Við erum hér nokkrir nýbakaðir foreldrar í Grindavík, í fæðingarorlofi (mæðurnar) sem langar að benda á þann vanda sem við stöndum frammi fyrir varðandi það að komast aftur út á vinnumarkaðinn að fæðingarorlofi loknu. Þar sem ekki nægilega mörg pláss eru á leikskólum bæjarins rekur það vanda sinn til dagmæðraplássa einnig. Fæðingarorlofssjóður eins og flestum er kunnugt greiðir  9 mánuði til foreldra eftir að barn fæðist. Eftir það er gert ráð fyrir í kerfinu að foreldrar komist aftur út á vinnumarkaðinn og börnin í daggæslu. Sú er ekki raunin hér í fjölskyldubænum Grindavík og er því þannig fyrir komið að gat myndast í tekjuinnkomu á heimilin. Við, mæðurnar, í okkar tilfellum sjáum okkur ekki fært aftur út á vinnumarkaðinn strax þar sem börnin okkar komast ekki að hjá dagmæðrum fyrr en u.þ.b 15 mánaða.  Þetta gerir um hálft ár þar sem við erum tekjulausar, vart þarf að taka það fram hvaða áhrif það hefur fyrir heimilin.

Staða fjölskyldna sem hér setja nafn sitt undir er auðvitað mismunandi en til að gefa nokkur dæmi má nefna að sumar mæður eru byrjaðar að vinna eitthvað aftur en vinnutími þeirra er þá algjörlega háður fjölskyldu og vinum, hvað þau geta tekið að sér að passa mikið, ein hefur sagt upp vinnu sinni, einhverjar eru ekki komnar í vanda enn sökum ungs aldurs barna en sjá fram á hann, einhverjar hafa nú þegar verið tekjulausar í um hálft ár og enn aðrar hafa náð að leysa sín mál á annan hátt en vilja gjarnan að þessum málum sé betur háttað hér í bæ.

Með von um að bæjastjórn Grindavíkur hrindi í framkvæmd sem allra fyrst heimgreiðslum til þeirra fjölskyldna sem lenda í bið eftir daggæsluplássum. Mætti þá líta á heimgreiðslurnar þannig að bærinn væri að koma til móts við fjölskyldurnar þar til fleiri daggæslupláss hafa bæst við. Enn fremur viljum við sérstaklega biðla til bæjarstjórnar að fara í stærri aðgerðir sem leysa þennan mikla leikskólavanda sem hér hefur skapast.  Óskum í lokin eftir skriflegu svari við erindi okkar.

Bestu kveðjur