Foktjón á Suðurnesjum - myndir
Björgunarsveitir á Suðurnesjum hafa í nógu að snúast þessa stundina og hafa farið í fjölda útkalla í dag. Björgunarsveitarmenn í Ægi í Garði hafa verið að eltast við þakjárn í dag og sömu sögu er að segja af félögum þeirra úr Björgunarsveitinni Suðurnes í Reykjanesbæ.
Í Sandgerði var töluvert um fok, m.a. fuku kör á bíla í höfninni. Var Hafnargötunni í Sandgerði lokað um tíma vegna foks. Flotbryggja var við það að brotna í höfninni og koma þurfti þremur bátum í skjól. Í Grindavík fuku lausir munir, þakplötur og flaggstangir. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg voru útköllin vel á þriðja tuginn nú á sjötta tímanum í kvöld.
Myndir: Frá aðgerðum Björgunarsveitarinnar Ægis í Garði í dag. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson