Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Framboðsfundur 
í Hljómahöll í kvöld
Frá framboðsfundi fyrir kosningarnar 2018 í Stapa.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 22. apríl 2022 kl. 13:04

Framboðsfundur 
í Hljómahöll í kvöld

Málfundafélagið Faxi í samstarfi við Reykjanesbæ og Víkurfréttir býður framboðum til sveitarstjórnarkosninga í Reykjanesbæ til framboðsfundar í Hljómahöll mánudagskvöldið 2. maí næstkomandi klukkan 19:30 til 22:00.

Sambærilegur fundur fór fram fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018 og þóttist heppnast vel. Sjö listar bjóða fram og má því búast við fjörugum umræðum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fundinum verður streymt á síðum Víkurfrétta en að sjálfsögðu eru gestir boðnir velkomnir í sal.

Málfundafélagið Faxi hefur starfað samfellt frá stofnun þess árið 1939. Faxi hefur látið til sín taka í málefnum sveitarfélagsins í gegnum tíðina og meðal annars gefið út samnefnt blað frá árinu 1940 þar sem áhersla er lögð á að varðveita söguna um menn og málefni svæðisins.