Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grunnskólinn í Sandgerði sér nemendum fyrir öllum námsgögnum
Mánudagur 8. ágúst 2016 kl. 11:42

Grunnskólinn í Sandgerði sér nemendum fyrir öllum námsgögnum

Sú nýbreytni hefur nú verið tekin upp í Sandgerðisbæ að nemendur þar í bæ fá öll námsgögn í grunnskólanum. Var þetta samþykkt í bæjarstjórn Sandgerðis síðasta vor og verður tekið í gagnið nú í haust. Tæpar tvær milljónir verða lagðar í þessa þjónustu og mun það koma til með að spara foreldrum þúsundir króna. Hólmfríður Árnadóttir skólastóri í Sandgerði sagði í samtali við Víkurfréttir að ekki væri algengt hjá grunnskólum landsins að bjóða upp á þessa þjónustu, þó svo að vissulega séu þess dæmi.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024