Himinlifandi með niðurstöðurnar
segir Guðbrandur Einarsson, Viðreisn
„Við erum himinlifandi með niðurstöðu kosninganna og þakklát fyrir stuðninginn. Viðreisn rúmlega tvöfaldar þingmannafjölda sinn og það er einnig mikil fylgisaukning við okkur hér í kjördæminu. Ég fer úr tíunda sætinu sem jöfnunarmaður og er nú kjördæmakjörinn í sjötta sætinu. Staða Viðreisnar er því mjög sterk eftir þessar kosningar og allt útlit fyrir að Viðreisn taki sæti við ríkisstjórnarborðið í framhaldinu. Það eru spennandi tímar framundan,“ sagði Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi.