Kvenfélag Keflavíkur
Kvenfélag Keflavíkur

Fréttir

HS Orkuvöllur með hitakerfi sem hefur aldrei virkað
Fimmtudagur 27. febrúar 2025 kl. 06:21

HS Orkuvöllur með hitakerfi sem hefur aldrei virkað

Beiðni hefur borist til bæjaryfirvalda frá knattspyrnudeild Keflavíkur um að láta leggja heimtaug að HS Orkuvellinum í Keflavík, svo að nota megi upphitunarkerfi sem lagt var undir völlinn árið 2010 og hefur aldrei virkað sem skyldi.

Keflavík hlaut vilyrði fyrir styrkveitingu frá KSÍ ef mótframlag hlýst. Íþrótta- og tómstundaráð hefur á hinn bóginn ekki fjármagn á fjárhagsáætlun 2025, segir í fundargerð ráðsins.

„Ráðið er meðvitað um að tímabilið í knattspyrnu er sífellt að lengjast í báða enda og besti kosturinn er að hafa upphitun á vellinum,“ segir í fundargerðinni sem er vísað til bæjarráðs til umræðu.

Á fundi ráðsins 20. febrúar tók erindið fyrir á síðasta fundi sínum og fól Guðlaugi H. Sigurjónssyni, sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs, að vinna áfram í málinu.