Hvar er kosið á Suðurnesjum?
Alþingiskosningar fara fram laugardaginn 30. nóvember. Í Reykjanesbæ verður kosið í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Kjörstaður mun opna kl. 09:00 og loka kl. 22:00.
Í Suðurnesjabæ er kjörfundur fyrir kjósendur í póstnúmerum 245 og 246 Sandgerði er í Sandgerðisskóla. Kjörfundur fyrir kjósendur í póstnúmerum 250 og 251 Garður er í Gerðaskóla. Kjörstaður opnar kl. 10:00 og lokar kl. 22:00.
Í Sveitarfélaginu Vogum er kosið í Stóru-Vogaskóla og gengið inn frá leikvelli. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00.
Grindvíkingar kjósa að Skógarbraut 945 á Ásbrú í Reykjanesbæ, í húsnæði Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Kjörstaður opnar kl. 10:00 og lokar kl. 22:00.
Kjörstjórnir vekja athygli á því að kjósendur skulu framvísa persónuskilríki á kjörstað.