Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

María er 100 ára og elst Suðurnesjamanna – búin að sjá gosið
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, færði elsta íbúa sveitarfélagsins blómvönd á afmælisdaginn.
Fimmtudagur 24. júní 2021 kl. 14:23

María er 100 ára og elst Suðurnesjamanna – búin að sjá gosið

María Arnlaugsdóttir, elsti núlifandi íbúi Suðurnesja, fagnaði 100 ára afmæli 19. júní. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, færði henni blómvönd á afmælisdaginn og óskaði henni til hamingju með daginn.

María starfaði lengi í Sparisjóðnum í Keflavík og muna margir eftir henni þaðan. Hún hætti fyrir 27 árum og var spurð þegar hún hætti hvort hún ætlaði að hætta svona ung! María er búin að fara og sjá eldgosið og fannst mikið til þess koma. Þá fékk hún fyrst Suðurnesjamanna sprautu vegna Covid-19 í byrjun janúar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024