Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óska samráðs vegna framtíðarskipulags í Helguvík
Mánudagur 6. september 2021 kl. 06:29

Óska samráðs vegna framtíðarskipulags í Helguvík

Nýjasta deiliskipulag fyrir iðnaðarsvæðið í Helguvík er frá árinu 2015 og miðast við þá iðnaðaruppbygginu sem fyrirhuguð var á svæðin. Breyting hefur orðið á fyrirhugaðri uppbyggingu á iðnaðarsvæðinu í Helguvík og það lóðaskipulag sem er í núverandi deiliskipulagi hentar misjafnlega því tengdu.

„Hluti iðnaðarsvæðisins í Helguvík er á forræði Reykjaneshafnar og er lagt til að samráðs verði óskað við Reykjanesbæ varandi framtíðarskipulag svæðisins. Hafnarstjóra og formanni stjórnar er falið að hafa samband við skipulagsyfirvöld Reykjanesbæjar og óska eftir viðræðum um framtíðarskipulag svæðisins,“ segir í samhljóða samþykkt stjórnar Reykjaneshafnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024