Pottur gleymdist á eldavél við Mávabraut
Tveir voru fluttir á slysadeild í Reykjanesbæ í gærkvöldi vegna gruns um reykeitrun, eftir að pottur gleymdist á eldavél í fjölbýlishúsi við Mávabraut.
Tilkynning barst skammt eftir kl. 21 í kvöld um að reyk legði frá íbúð í fjölbýlishúsi við Mávabraut. Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang kom þó í ljós að ekki var neinn eldur í íbúðinni heldur bara reykur frá potti sem gleymst hafði á eldavél, segir í frétt á mbl.is.
Tveir einstaklingar sem voru inni í íbúðinni voru fluttir á slysadeild vegna gruns um reykeitrun, en fólkið var sofandi er slökkvilið kom á staðinn.