Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Sandgerðingur í hópi fremstu stærðfræðinga á landinu
  • Sandgerðingur í hópi fremstu stærðfræðinga á landinu
Sunnudagur 1. maí 2016 kl. 13:02

Sandgerðingur í hópi fremstu stærðfræðinga á landinu

- Júlíus Viggó Ólafsson, nemandi í 9. BB í Grunnskólanum í Sandgerði, komst alla leið í lokakeppni Pangea stærðfræðikeppninnar

Júlíus Viggó Ólafsson, nemandi í 9. BB í Grunnskólanum í Sandgerði, komst alla leið í lokakeppni Pangea stærðfræðikeppninnar sem haldin var í Reykjavík, laugardaginn 30. apríl sl. Júlíus Viggó tók þátt í fyrstu umferð keppninnar ásamt þremur bekkjarfélögum sínum. Tveir nemendur komust áfram í aðra umferð og eins og áður sagði komst Júlíus Viggó alla leið í þriðju umferð og tók þátt í lokahátíðinni.

Kringum 1000 íslenskir nemendur úr 9. og 10. bekk úr 45 skólum vítt og breytt af landið tóku þátt. Árangur hans var glæsilegur, hann hafnaði í 17 sæti en aðeins 35 nemendur komust áfram í hvorum aldursflokki.
Pangea er þekkt keppni sem fjölmörg ungmenni frá 20 Evrópulöndum taka árlega þátt í og núna, í fyrsta sinn á Íslandi. Yfir 400 þúsund nemendur víðsvegar að úr Evrópu tóku þátt í Pangea stærðfræðikeppninni í fyrra og virðist fjöldi þátttakanda hafa tvöfaldast þetta ár. Pangea Stærðfræðikeppni er skemmtileg og krefjandi keppni fyrir nemendur í áttunda og níunda bekk. Í þessum keppnum koma saman nemendur með svipuð áhugamál og hæfileika, sem gerir þeim kleift að hittast,  upplifa vinskap, auka innblástur og hvatningu í mun meiri mæli en þessir nemendur upplifa að jafnaði í dæmigerðum skólastofum. Auk þess að hvetja til áhuga á stærðfræði aðstoða keppnir sem þessi ungt fólk við undirbúning fyrir stærri keppnir og hjálpa þeim við að þróa getu sína til að hugsa um og leysa flókin stærðfræðidæmi.

Með Pangea Stærðfræðikeppninni vilja skipuleggjendur sýna það að stærðfræði er skemmtileg og spennandi. Í þessari keppni segja þeir að „Óttinn við stærðfræði er ástæðulaus og hver sem er getur notið velgengni”.

Úr auglýsingu fyrir keppnina:

Pangea lið Íslands býður þér og þínum skóla að taka þátt í stærðfræðikeppni Pangea, sem hefst 1. apríl næstkomandi. Hið alþjóðlega Pangea lið hefur í samstarfi við Menntavísindasvið HÍ ákveðið að halda stærðfræðikeppni Pangea í fyrsta sinn á Íslandi

Pangea er þekkt keppni sem er haldin í 17 Evrópskum löndum og núna, í fyrsta sinn, haldin á Íslandi. Þúsundir ungmenna í Evrópu taka þátt hvert ár í þessari stærðfræðikeppni. Yfir 400 þúsund nemendur víðsvegar að úr Evrópu tóku þátt í Pangea stærðfræðikeppninni í fyrra og virðist fjöldi þátttakanda hafa tvöfaldast þetta ár. Pangea Stærðfræði Keppni er skemmtileg og krefjandi keppni fyrir nemendur í áttunda og níunda bekk Í þessum keppnum koma saman nemendur með svipuð áhugamál og hæfileika, sem gerir þeim kleift að mynda sín eigin samfélög þar sem þau munu upplifa vinskap, innblástur og hvatningu í mun meiri mæli en þessir nemendur finna í dæmigerðum skólastofum. Auk þess að hvetja til áhuga á stærðfræði aðstoða keppnir sem þessi ungt fólk við undirbúning fyrir stærri keppnir og hjálpa þeim við að þróa getu sína til að hugsa um og leysa flókin stærðfræðidæmi.
Rúmfræði form, útreikningar og rökstuðningur – stærðfræðin er fjölbreytt og við rekumst á hana allstaðar í daglegu lífi og viðskiptum. Fljótlega í æsku upplifum við veröldina gegnum fyrirbærið stærðfræði. Börn öðlast snemma grunnskiling á stærðfræði og sýna tölum áhuga.

Pangea stærðfræðikeppnin hvetur nemendur á sérstakan hátt til þess að takast á við stærðfræðina utan kennslustofunnar. Þátttakendur læra hversu spennandi það er að vinna með stærðfræði og læra að nota mismunandi aðferðir til þess að fá út réttar niðurstöður.

Keppnin miðlar þeim mikilvægu skilaboðum að allir hafa stærðfræðikunnáttu sem getur hjálpað einstaklingum að skilja veröldina betur. Sem skipuleggjendur keppninnar vonum við að þetta frumkvæði njóti árangurs og að nemendur eignist góðar minningar um keppnina eftir að hafa tekist á við allskonar stærðfræðidæmi og uppgötvi að stærðfræði sé skemmtileg og við vonum að keppnin geti verið faglegt mót þvert á kyn, aldur, þjóðerni, trúarbrögð, og stéttir.
Með Pangea Stærðfræðikeppninni viljum við sýna það að stærðfræði er skemmtileg og spennandi. Í þessari keppni segjum við alltaf að „Óttinn við stærðfræði er ástæðulaus og hver sem er getur notið velgengni”.

Með Pangea stærðfræðikeppninni, munum við:
- Safna saman öllum þátttakendum keppninnar og hvetja þá til að iðka stærðfræði.
- Byggja brýr á milli framúrskarandi nemenda og annarra í grunnskólum landsins.
- Breiða út ánægju á stærðfræði og vísindagreinum.
- Styðja við og létta störf kennara.
- Efla trú nemenda á eigin getu.
- Skipuleggja félagstörf á milli skóla.
- Gefa kennurum og foreldrum sýn inn í hæfileika hvers og eins nemenda til þess að veita honum betri tækifæri og gera honum stöðugt kleift að bæta sig.

Með skráningu í Pangea stærðfræðikeppnina:
- Ekkert keppnisgjald fyrir nemendur í 8 – 9 bekk
- Engin aðgreining frá venjulegu námi
- Einstakar verkefnamöppur fyrir hvern bekk
- Lágmarks fyrirhöfn fyrir kennara
- Einföld skráning
- Verkefnabæklingar og svarblöð innlögð
- Bein verkefni Pangea
- Hæfni til að prófa hæfileika nemenda þinna
- Verðlaun fyrir alla sem komast í úrslit
- Kennari getur skráð sinn bekk á vefsíðunni www.pangeakeppni.is

Opið er fyrir skráningu til 15. Mars

Allir þeir sem komust í úrslit í Pangea Stærðfræði keppninni 2016 munu vinna gull medalíu.

Sigurverar úrslitarinnar fá þessi verðlaun:
    1. sæti: Samsung spjaldtöflu
    2. sæti: Canon myndavél
    3. sæti: Snjallúr



 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024