Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þjófar létu greipar sópa
Föstudagur 9. nóvember 2012 kl. 09:42

Þjófar létu greipar sópa

Brotist var inn í íbúðarhúsnæði í Vogum í vikunni. Þegar lögreglan á Suðurnesjum mætti á vettvang kom í ljós að gluggi á suðurhlið hússins hafði verið spenntur upp og hinir óboðnu gestir komist inn um hann. Þeir höfðu á brott með sér fartölvu, leikjatölvur, videóvél og mörg fleiri tæki. Þar á meðal var glænýr Ipod, sem ætlaðir var til jólagjafar.

Þá var lögreglu tilkynnt um innbrot í skrifstofuhúsnæði í umdæminu. Þaðan var stolið fartölvu, farsíma, gagnasnúru og eftirlitsmyndavél. Málin eru í rannsókn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024