Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

„Kolólöglegt mark!“
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 28. júní 2020 kl. 10:41

„Kolólöglegt mark!“

sagði Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir leikinn.

Grindvíkingar léku gegn Þór Akureyri fyrir norðan í fyrstu umferð Lengjudeildar karla um síðustu helgi, þeir taka á móti Þrótti Reykjavík í dag á Grindavíkurvelli klukkan 14:00. Á sama tíma leika Keflvíkingar við Víking á Ólafsvík. Við tókum tal af Sigurbirni eftir síðasta leik og hann hafði þetta að segja:


– Sælir, hvernig er hljóðið í Grindvíkingum eftir svona leik?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vonbrigði að tapa honum, við vissum hvað við vorum að fara út í og það var ekkert sem kom okkur á óvart. Við vorum þannig lagað séð með leikinn, með eitt stig í restina var eitthvað sem maður hefði alveg sætt sig við.

- Blaut tuska í andlitið að fá mark á sig svona í blálokin?

Þetta var kolólögt mark! Fyrirliðinn kýldur niður, fossblæðir úr honum eftir olnbogaskot og hann liggur eftir. Þetta var bara líkamsárás. Liðið missir svolítið einbeitingu við það og þeir ná skoti sem lekur inn. Það var fúlt, ég skal alveg viðurkenna það. Það var fúlt að tapa, við áttum meira skilið úr leiknum en það. Við vorum í fínum færum og það var í raun allt í góðum gír.

– Liðið hefur þá náð að rífa sig í gang eftir slæmt tap í bikarnum?

Já, það er eðli alvöru manna að þau stíga upp aftur eftir tap. Eftir þetta COVID-dæmi þá er þetta eins og undirbúningstímabil. Þetta er eins og aðrir vorleikir, maður hittir á góðan eða slæman dag og þessi var slæmur.

– Þróttur heima á sunnudaginn, við hverju býstu þar?

Þarna mæta tvö stigalaus lið til leiks og við ætlum okkur bara sigur þar, það er engin spurning. Við erum á heimavelli og við erum fullir tilhlökkunar að mæta Þrótturum og byrja þetta mót.