Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Allir Njarðvíkingar á blað í bikarsigri
Veigar Páll Alexandersson var stigahæstur Njarðvíkinga í gær. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 9. desember 2024 kl. 09:03

Allir Njarðvíkingar á blað í bikarsigri

Njarðvíkingar áttu í litlum vandræðum með lið Selfoss í VÍS-bikarkeppni karla í körfuknattleik í gær. Njarðvík tók nítján stiga forystu í fyrsta leikhluta og gerði í raun út um leikinn þar.

Veigar Páll Alexandersson var stigahæstur með 24 stig, næstir komu Mario Matasovic og Guðmundur Aron Jóhannesson með 17 stig hvor.

Leikurinn var ágætis æfing fyrir Njarðvík en allir leikmenn liðsins komust á blað og allir fengu á milli tíu og tuttugu mínútna leiktíma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvík - Selfoss 121:87

(41:22, 23:24, 36:11, 21:30)

Njarðvík: Veigar Páll Alexandersson 24/5 fráköst, Mario Matasovic 17/6 fráköst, Guðmundur Aron Jóhannesson 17/5 fráköst, Dominykas Milka 14/4 fráköst, Sigurbergur Ísaksson 10, Isaiah Coddon 9/4 fráköst, Khalil Shabazz 9/4 fráköst/9 stoðsendingar, Brynjar Kári Gunnarsson 8/4 fráköst, Alexander Smári Hauksson 5, Sigurður Magnússon 4, Mikael Máni Möller 2, Snjólfur Marel Stefánsson 2/5 fráköst.