Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnór Ingvi kom færandi hendi
Mynd af facebooksíðu hjá Marinó Oddi Bjarnasyni.
Miðvikudagur 28. nóvember 2012 kl. 09:57

Arnór Ingvi kom færandi hendi

Knattspyrnumaðurinn Arnór Ingvi Traustason kom ekki tómhentur heim frá Noregi þar sem hann lék með norska úrvalsdeildarliðinu Sandnes Ulf um stund. Arnór mun leika með Keflvíkingum á næstu leiktíð eins og fram kom í viðtali við Víkurfréttir fyrir nokkru síðan.

Arnór kom við í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í gær og færði Ástvaldi Ragnari Bjarnasyni, dyggum stuðningsmanni Keflvíkinga glæsilega treyju norska liðsins. Ástvaldur var í skýjunum yfir gjöfinni en það leynir sér ekki ef litið er á myndina hér að ofan af þeim félögum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024