Arnór lagði upp sigurmarkið
Suðurnesjamaðurinn Arnór Ingvi Traustason lagði upp sigurmark Norrköping í 1-2 sigri liðsins í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Arnór sem nýlega hafði leikið með U21 liði Íslands gegn Dönum, kom sterkur til baka og spilaði í 76 mínútur í leiknum í gær. Sigurmarkið kom undir lok fyrri hálfleiks en þá átti Arnór góðan sprett upp kantinn þar sem hann sendi boltann í teiginn fyrir samherja sinn sem skoraði.