Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnór lék allan leikinn í tapi gegn Pólverjum
Föstudagur 13. nóvember 2015 kl. 21:59

Arnór lék allan leikinn í tapi gegn Pólverjum

Fremur óvænt fékk Arnór Ingvi Traustason sæti í byrjunarliði Íslands þegar liðið mætti Pólverjum í æfingaleik í knattspyrnu í Varsjá í kvöld. Leikurinn endaði með 4-2 sigri Pólverja og lék Arnór allan leikinn á miðjunni hjá Íslendingum og stóð sig vel.

Eins og kunnugt er þá var Arnór að ljúka frábæru tímabili í Svíþjóð þar sem lið hans Norrköping lyfti sænska titlinum þar sem Arnór var lykilmaður. Hann gaf flestar stoðsendingar í deildinni og skoraði sjö mörk. Með þessari frammistöðu í kvöld er Arnór skrefi nær því að vinna sér inn sæti í hóp Íslands sem fer til Frakklands á Evrópumótið næsta sumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024