Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grannaslagurinn í myndum
Þóranna Hodge-Carr og Carmen Tyson-Thomas gáfu ekkert eftir og hentu sér báðar í gólfið eftir þessum lausa bolta. VF-myndir: Hildur
Fimmtudagur 2. febrúar 2017 kl. 00:11

Grannaslagurinn í myndum

Keflavík vann öruggan sigur á grönnum sínum frá Njarðvík

Keflavík sigraði Njarðvík 84-55 í TM höllinni í kvöld. Blaðamaður Víkurfrétta var á staðnum og tók þessar myndir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ína María Einarsdóttir skoraði fimm stig í leiknum.

Þóranna Hodge-Carr komst í hraðaupphlaup en Carmen Tyson-Thomas sagði bless og varði skotið með tilþrifum.

Svo reyndi hún að bjarga boltanum frá því að fara út af en það tókst ekki.

Linda Róbertsdóttir í sóknarbaráttu gegn Birnu Benónýsdóttur.

Ína María fær góða hindrun frá Maríu Jónsdóttur sem Erna Hákonardóttir reynir að berjast í gegnum.

Baráttan var mikil í leiknum.

Írena Sól Jónsdóttir keyrir að körfunni. Hún skoraði 6 stig í leiknum.

Carmen Tyson-Thomas, stjörnuleikmaður Njarðvíkurliðsins er ófeimin við að segja sínar skoðanir inni á vellinum.

Ariana Moorer í þriggja stiga skoti.

Njarðvíkingar fengu dæmda á sig óíþróttamannslega villu.

Birna Benónýsdóttir skorar hér tvö af tuttugu stigum sínum í kvöld. Hún spilaði glimrandi vel, bæði sóknar- og varnarlega.

Carmen Tyson-Thomas skoraði 34 stig í kvöld og tók 15 fráköst.

Katla Rún Garðarsdóttir í sókn en Björk Gunnarsdóttir fylgir henni fast eftir.

Carmen er hér komin inn í vítateig Keflvíkinga.

Ariana Moorer gerir sig líklega til að keyra upp að körfunni.

 

[email protected]