Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindvíkingar stóðu sig vel á fjölmennu júdómóti
Glaður og glæsilegur hópur.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 12. maí 2021 kl. 11:40

Grindvíkingar stóðu sig vel á fjölmennu júdómóti

Júdódeild Grindavíkur tók þátt í Góumóti Júdófélags Reykjavíkur sem fram fór á dögunum. Krakkarnir frá UMFG stóðu sig með eindæmum vel, voru félaginu til sóma og unnu til fjölda verðlauna. 65 keppendur frá fjórum félögum tóku þátt í mótinu en auk júdódeildar Grindavíkur voru lið frá júdódeild Selfoss, júdódeild ÍR og Júdófélagi Reykjavíkur. Vegna Covid-reglna varð að skipta mótinu í tvo hluta, ellefu til fjórtán ára kepptu á föstudegi en átta til tíu ára á laugardegi. Júdódeild UMFG endaði í öðru sæti í keppni félaga.

„Þetta var frábær skemmtun, margar stórglæsilegar viðureignir sáust og börnin sem voru að keppa í fyrsta skiptið voru vel undirbúin fyrir mótið og kunnu meira og minna allra reglur og framkomu,“ sagði Arnar Már Jónsson, stoltur yfirþjálfari Grindvíkinga.

Frammistaða Grindvíkinga á mótinu var eftirfarandi:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Flokkur stúlkna undir þrettán ára (-40 kg): Natalía (gull), Zofia (silfur) og Ísabella (brons).
Flokkur drengja undir þrettán ára (-60 kg): Markús (gull).
Flokkur stúlkna undir fimmtán ára (-63 kg): Friðdís (brons).
Flokkur drengja undir fimmtán ára (-60 kg): Kent Örn (silfur).
Flokkur stúlkna undir níu ára (-28 kg): Krista (gull).
Flokkur stúlkna undir tíu ára (-32 kg): Viktoría (gull).

Myndir frá mótinu má sjá í meðfylgjandi myndasafni.