Haukur Helgi hjá Njarðvík ef hann leikur á Íslandi
Klásúla sem gerir honum kleift að fara út
Haukur Helgi Pálsson hefur undirritað samning við KKD Njarðvíkur um að spila með liðinu á næsta keppnistímabili 2016/2017. Klásúla er í samningi sem tryggir Hauki að leita á erlend mið ef svo ber undir að ákjósanlegt tilboð berist frá erlendu félagi.
Haukur Helgi var valinn besti leikmaður deildarinnar á liðnu tímabili en hann lék frábærlega með Njarðvíkingum.
Njarðvíkingar eru stórhuga og vonast til þess að landa einum til tveimur leikmönnum til viðbótar. Liðið leitar eftir miðherja en vonast er til að Stefan Bonneau muni verða leikfær og sinna hlutverki leikstjórnanda