Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Jafnt hjá Keflavík og Fjölni
Sunnudagur 1. júní 2014 kl. 21:40

Jafnt hjá Keflavík og Fjölni

Keflvíkingar í öðru sæti Pepsi-deildarinnar

Keflvíkingar og Fjölnismenn skildu jöfn 1-1 á Nettóvellinum í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld. Með stigi úr leiknum eru Keflvíkingar í öðru sæti deildarinnar með 11 stig. Hörður Sveinsson náði forystunni fyrir heimamenn um miðjan seinni hálfleik en Fjölnismenn jöfnuðu þegar skammt var til leiksloka.

Það voru kjöraðstæður til knattspyrnuiðkunar á Nettóvellinum enda logn og blautur völlur. Þannig vilja menn helst hafa það. Leikurinn einkenndist af baráttu við að hemja boltann á blautum vellinum en erfitt reyndist fyrir liðin að skapa sér færi. Paul McShane, sem var í byrjunarliðinu í fjarveru Einars Orra, hefði getað komið Keflvíkingum yfir eftir fimm mínútna leik, en skalli hans af stuttu færi fór framhjá. Sannkallað dauðafæri og miðjumaðurinn hefði átt að gera betur. Fátt markvert gerðist hvað varðar marktækifæri en Keflvíkingar voru að leika þokkalega.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það var ekki fyrr en á 68. mínútu sem Keflvíkingar náðu að brjóta Fjölnismenn á bak aftur. Hörður Sveinsson smellti þá boltanum upp í bláhornið eftir að boltinn barst til hans í teignum. Glæsileg afgreiðsla hjá framherjanum. Ekki gekk að halda í forystuna en Fjölnismenn gerðust ágengir í kjölfar marks heimamanna. Eftir harða atlögu skoruðu þeir gulklæddu en þá voru einungis sjö mínútur til leiksloka. Þar við sat og jafntefli niðurstaðan.

Dauðafæri hjá Paul McShane.

Markaskorarinn Hörður í baráttunni.