Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Kalt á toppnum
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 6. desember 2024 kl. 07:10

Kalt á toppnum

Það virðist vera jafnt kalt úti í dag og á toppi tippleiks Suðurnesja, aðra helgina í röð nær sá sem sat sem fastast ekki að halda sér á stalli. Grindvíkingurinn Helgi Bogason kom geysilega sterkur til leiks og valtaði yfir Keflvíkinginn Birgi Má Bragason, 10-8. Það er ekki nein smá stærð sem mætir í næsta einvígi, einn helsti og dyggasti stuðningsmaður keflvískra íþrótta og Tólfunnar, stuðningssveitar íslenska landsliðsins í knattspyrnu, Jóhann D. Bianco, eða öðru nafni Joey drummer.

Joey er einn stofnenda Tólfunnar, stuðningsmannaklúbbs íslenska landsliðsins í knattspyrnu en Tólfan vakti heimsathygli með hinu goðsagnarkennda HÚH-i, eða Víkingaklappinu góða, í lokakeppni Evrópumótsins sem haldin var í Frakklandi árið 2016 eins og allir Íslendingar muna svo vel eftir. Íslenska landsliðið stóð sig vonum framar og komst alla leið í átta liða úrslitin gegn Frökkum eftir að hafa slegið sjálfa Englendingana út í sextán liða úrslitum í sólargleðinni í Nice. Fór svo að dvöl að Joey og félaga varð lengri og eftirminnilegri en til stóð.

„Þetta var eitt alvarlegt yndislegt ævintýri og draumi líkast úti í Frakklandi þennan mánuð sem við eyddum þarna úti í EM-gleðinni. Strákarnir okkar voru búnir að taka stórstígum framförum árin á undan með þessari nýju gullkynslóð og við vorum nálægt því að komast í lokakeppni heimsmeistaramótsins 2014 í Brasilíu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stemmning okkar allra í Tólfunni jókst má segja eftir því sem landsliðinu gekk betur og það var helvíti næs þegar Víkingaklappið fæddist, að fá svo að droppa því á Evrópu í öllu sínu veldi. Hugmyndin af því kom í kjölfarið á einu magnaðasta butterfly effecti Íslandssögunnar, þegar Stjarnan mætti Inter Milan í Laugardalnum og ég ákvað að skella mér í Dalinn, þar sem ég heyrði mína menn í Silfurskeiðinni, stuðningssveit Stjörnunnar mæta með þetta heim eftir útileik við skoska liðið Motherwell sem Stjarnan mætti í umferðinni á undan í Evrópukeppninni.

Það er búið að draga mann í alltof mörg viðtöl erlendis út af þessu og það er búið að vera mjög gaman taka þátt í þessu. Ég var auðvitað enginn nýgræðingur í svona stuðningssveitarbrölti, hef alltaf verið dyggur stuðningsmaður minna manna í Keflavík, hvort sem um körfu- eða fótboltaliðin okkar er að ræða. Ég mun halda því áfram en svo væri fínt ef yngri menn færu að spretta grimmir fram og taka við keflinu góða.

Ég er gallharður stuðningsmaður Manchester United og finn hvernig við erum loksins að þokast í rétta átt, þetta er búið að vera erfitt síðan Ferguson hætti. Ég er nokkuð duglegur að tippa og mæti ekki með neitt annað markmið en að vinna þessa veislu,“ sagði Joey Drummer.

Helgi átti von á meiri mótspyrnu frá Bigga í síðustu umferð.

„Eftir að ég las hvað Biggi sagði í síðasta pistli bjó ég mig undir blóðuga baráttu, m.v. yfirlýsingar kappans átti ég von á mjög þungum róðri, þess vegna kom mér á óvart hversu auðvelt var að slakta honum. Ég geri ráð fyrir að Joey drummer veiti meiri mótspyrnu, minni getur hún varla orðið,“ sagði nýi stallbúinn, Helgi Bogason.