Már annar tveggja íþróttamanna ársins 2021
Sundmaðurinn Már Gunnarsson var útnefndur í dag íþróttamaður ársins 2021 hjá Íþróttasambandi fatlaðra ásamt Róberti Ísak Jónssyni úr Firði/SH. Þetta er í annað sinn sem þeir Már og Róbert hljóta nafnbótina en Már var fyrst valinn íþróttamaður ársins árið 2019 og Róbert Ísak árið 2017.
Þetta er í fyrsta sinn í sögu Íþróttasambands fatlaðra sem tveir íþróttamenn hljóta nafnbótina en að baki ákvörðuninni er sú staðreynd að báðir áttu þeir magnað afreksár „... og eftir mikla umhugsun ákvað stjórn ÍF að ekki væri hægt að gera upp á milli þessara tveggja öflugu sundmanna,“ segir í tilkynningu um valið.
Í færslu á Facebook telur Már upp afrek þeirra félaga á árinu: Róbert setti tólf Íslandsmet á árinu, komst tvivar á pall á Evrópumótinu, synti sig tvisvar í úrslit á Ólympíuleiknum og hafnaði í sjötta sæti í bæði skiptin. Már setti þrettán Íslandsmet, bætti 30 ára gamalt heimsmet í baksundi og hafnaði í fimmta sæti á Ólympíuleikunum þar sem vantaði aðeins sekúndu upp á að ná gullverðlaununum.
Íþróttamenn ársins 2021
Nafn: Már Gunnarsson
Aldur: 22 ára
Félag: ÍRB
Keppnisflokkur: S11 (blindir)
Þjálfari: Steindór Gunnarsson
Nafn: Róbert Ísak Jónsson
Aldur: 20 ára
Félag: Fjörður/SH
Keppnisflokkur: S14 (þroskahamlaðir)
Þjálfari: Mladen Tepavcevic
Íþróttakona ársins 2021
Nafn: Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir
Aldur: 21 árs
Félag: FH
Íþrótt: Frjálsar
Keppnisflokkur: T/F 37 (flokkur hreyfihamlaðra)
Þjálfari: Hermann Þór Haraldsson